Auðmenn leita til æðri máttarvalda

Landakotskirkja
Landakotskirkja mbl.is/ÞÖK

„Fólk heitir á heilagan Antoníus þegar það er að leita að týndum hlutum," segir séra Jörgen Jamin í Kristskirkju í Landakoti. 24 stundir hafa heimildir fyrir því að einhverjir íslenskir auðmenn hafi leitað til heilags Antoníusar í von um að hann vísi þeim á auðæfi sem hafa týnst í Kauphöllinni síðustu vikur, en í gengisfalli síðustu vikna hafa milljarðar á milljarða ofan horfið.

Kaþólskir trúa því að heilagur Antoníus getið vísað þeim á týnda hluti, en flestir leita til hans þegar þeir hafa týnt lyklum eða öðrum verðmætum gripum, að sögn Jörgens, sem var skemmt yfir óhefðbundnum spurningum blaðamanns.

„Ég get ekki gefið upplýsingar um þá sem koma til heilags Antoníusar. Það vil ég ekki," segir Jörgen, spurður um meintar upphæðir sem auðmennirnir hafi heitið á Antoníus. "Hvort þeir fá bænheyrslu er ekki undir mér komið, en ég veit ekki hvort sjóður Antoníusar hefur stækkað eða ekki."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert