Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur ákveðið með samþykki ríkisstjórnarinnar að skipa tvær nefndir til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill.
Annarri nefndinni er ætlað að fjalla um Norðurland vestra og skila forsætisráðherra tillögum eigi síðar en í lok mars 2008. Hinni nefndinni er ætlað að fjalla um fámenn byggðarlög á Norðurlandi eystra og Austurlandi sem eiga undir högg að sækja í atvinnulegu tilliti og skila forsætisráðherra tillögum eigi síðar en 1. maí.
Formaður beggja nefndanna verður Halldór Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.