Farþegar um borð í flugvél Icelandair sem þurfti að lenda á Egilsstaðaflugvelli í nótt eftir tvær misheppnaðar lendingartilraunir í Keflavík segja að ofsahræðsla hafi gripið um sig og héldu einhverjir að þetta væri þeirra síðasta. Fólk fór með bænir og aðrir grétu. Þetta kemur fram í sjónvarpi mbl.is.
Um 50 farþegar ákváðu að fara ekki með vélinni til Keflavíkur í nótt heldur dvelja áfram á Egilsstöðum og jafna sig.
Eldri maður sem var um borð í vélinni sem var að koma frá Las Palmas, fékk lost og eftir að vélin lenti á Egilsstöðum var hann fluttur á sjúkrahús.
Fleiri fréttir í sjónvarpi mbl:
Gömul hús í Hljómskálagarðinn?
Vilja gæslulið til Sri Lanka
Konu bjargað frá drukknum
Frost í sólskinsríkinu Flórída