Hlýjar móttökur í köldu landi

Kristina Rodriguez, upplýsingafulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.
Kristina Rodriguez, upplýsingafulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reuters fréttastofan tók upp frétt um  hóp af einstæðum mæðrum og börnum þeirra frá Kólumbíu sem fengu hæli á Íslandi. Fréttin birtist upphaflega á vefsíðu flóttamannaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, og þar segir einn flóttamaðurinn frá hlýjum móttökum í köldu landi.

„Vopnaðar sveitir vildu fá 17 ára son minn til liðs við sig,” sagði Marta sem nú býr í Reykjavík. „Við höfðum flúið undan þeim tvisvar en þeir eltu okkur uppi og hótuðu að taka son minn og drepa mig fyrir að fela hann fyrir þeim. Við vorum öll mjög hrædd,” bætti hún við.

Marta er ein af átta konum sem komu nýlega til Íslands á vegum SÞ og Rauða krossins og segist vera glöð að geta gengið til náða án þess að óttast um öryggi sitt og barnanna sinna. 

Hún segist ekkert hafa vitað um Ísland áður en hún kom þangað og vissi ekki einu sinni að land með þessu nafni væri til. Rauði krossinn sýndi fólkinu mynd um Ísland og Marta segist hafa orðið undrandi yfir því hve hvítt fólkið var. „Ég óttaðist að þeim myndi finnast við ljót," segir hún en bætir við að móttökurnar á Íslandi hefðu ekki getað verið elskulegri.

Vefsíða Flóttamannastofnunar SÞ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka