Jólatré fjarlægð í höfuðborginni

Dagana 7.-11. janúar verða starfsmenn framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar  á ferðinni um hverfi borgarinnar og sækja jólatrén. Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. 

 Framkvæmdasvið er í samstarfi við Gámaþjónustuna sem kurlar jólatrén niður og nýtir til moltugerðar. Eftir þennan tíma sjá íbúar sjálfir um að kom jólatrénu á næstu gámastöð Sorpu, samkvæmt vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert