Laugavegshúsunum bjargað

Húsin við Laugaveg 4-6 verða tekin niður og varðveitt.
Húsin við Laugaveg 4-6 verða tekin niður og varðveitt. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Það er verið að ganga frá sam­komu­lagi um að Reykja­vík­ur­borg hafi 14 daga til að taka niður hús­in og flytja þau annað," sagði Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins. Minja­vernd mun sjá um að taka hús­in við Lauga­veg 4-6 niður og varðveita þau.

 „Nú verður allt sett í gang til að það tak­ist," sagði Dag­ur er hann var spurður hvort tvær vik­ur væru næg­ur tími til að flytja hús­in en til stóð að hefjast handa við að rífa þau í morg­un.

Ekki er víst að hús­in verði flutt í heilu lagi, til greina kem­ur að taka þau niður og geyma í hlut­um sem síðar verði sett­ir sam­an á end­an­leg­um stað.

 „Það hef­ur lengi vel verið talað um hug­mynd­ir um að setja upp kaffi­hús í Hljóm­skálag­arðinum og það get­ur svo sann­ar­lega verið inni í mynd­inni (að nota þessi hús í það) en það á eft­ir að botna skipu­lags­hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á Hljóm­skálag­arðinum og það hef­ur ekki verið tek­in nein end­an­leg afstaða um staðsetn­ing­una á þess­um hús­um," sagði Dag­ur að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert