Laugavegshúsunum bjargað

Húsin við Laugaveg 4-6 verða tekin niður og varðveitt.
Húsin við Laugaveg 4-6 verða tekin niður og varðveitt. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Það er verið að ganga frá samkomulagi um að Reykjavíkurborg hafi 14 daga til að taka niður húsin og flytja þau annað," sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Minjavernd mun sjá um að taka húsin við Laugaveg 4-6 niður og varðveita þau.

 „Nú verður allt sett í gang til að það takist," sagði Dagur er hann var spurður hvort tvær vikur væru nægur tími til að flytja húsin en til stóð að hefjast handa við að rífa þau í morgun.

Ekki er víst að húsin verði flutt í heilu lagi, til greina kemur að taka þau niður og geyma í hlutum sem síðar verði settir saman á endanlegum stað.

 „Það hefur lengi vel verið talað um hugmyndir um að setja upp kaffihús í Hljómskálagarðinum og það getur svo sannarlega verið inni í myndinni (að nota þessi hús í það) en það á eftir að botna skipulagshugmyndir um breytingar á Hljómskálagarðinum og það hefur ekki verið tekin nein endanleg afstaða um staðsetninguna á þessum húsum," sagði Dagur að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert