Lýst eftir 15 ára pilti

Óskar Máni Atlason.
Óskar Máni Atlason.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Óskari Mána Atlasyni, 15 ára. Talið er að hann sé klæddur í svarta kuldaúlpu með skinnkraga, í bláar eða hvítar gallabuxur og hvíta skó. Óskar Máni, sem er um 175 sm á hæð, er yfirleitt með hvíta húfu á höfði. Síðast er vitað um ferðir hans í Grafarholti snemma að morgni gamlársdags.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Óskars Mána eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert