Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku tveggja manna um klukkan átta í kvöld. Lögreglu barst boð um tvo menn í Holtahverfinu í Reykjavík sem ógnuðu borgurum með eggvopni. Annar þeirra var blóðugur á fæti.
Mennirnir voru handteknir eftir að lögreglan stöðvaði för þeirra á fólksbíl sem þeir höfðu ekið utan í bíla í nærliggjandi götum. Báðir voru mennirnir að sögn lögreglu í annarlegu ástandi og var annar þeirra færður til slysavarðstofu vegna áverka á fæti.
Meira er ekki vitað um þetta mál að svo stöddu.