Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008 að telja.
Örlygur hefur starfað við skólann frá árinu 1981, bæði sem kennari og aðstoðarskólameistari. Sex umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands til umsagnar. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Örlygi Karlssyni yrði veitt embættið.