Varað við stormi suðvestanlands

Búist er við stormi við suðvestur- og vesturströndina fram að hádegi. Veðurstofa Íslands spáir suðaustan átt, 18-23 m/s við suðvestur- og vesturströndina, en annars 10-18 m/s. Skýjað og rigning með köflum um landið sunnan- og vestanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 3 til 8 stig.

Austlæg átt eftir hádegi og dregur úr vindi suðvestantil. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands síðdegis, en háflskýjað og þurrt að mestu um landið vestanvert. Kólnandi veður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert