Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða

VIlhjálmur Egilsson.
VIlhjálmur Egilsson.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum Útvarpsins, að það myndi kosta ríkissjóð 40 miljarða króna að veita lágtekjufólki auka 20.000 króna persónuafslátt. Nær sé að hækka laun um góð 3% og hækka lágmarkslaun.

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti í fréttum Útvarps í gær miklum vonbrigðum með hve dræmt forsætisráðherra hefur tekið í kröfu verkalýðshreyfingarinnar um 20.000 króna auka persónuafslátt handa lágtekjufólki. Kristján sagði, að krafan sé forsenda þess að kjarasamningar náist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert