Einstæðingum að fjölga

„Þetta er því miður alltaf að gerast annað slagið í okkar þjóðfélagi en það er þó ekki mín tilfinning að það sé að aukast,“ segir Guðrún K. Þórsdóttir, djákni í Laugarneskirkju, um þær fréttir að maður sem fannst í íbúð sinni í Breiðholti nú í vikunni hafi verið látinn í marga daga án þess nokkur hafi vitjað hans.


Spurð hvort hún telji einstæðingum vera að fjölga í íslensku samfélagi svarar hún: „Mér finnst samfélagið bjóða upp á það að fólk sé mjög eitt, sérstaklega þeir sem eiga lítið og eru jafnvel búnir að brenna allar brýr að baki sér. Þetta fólk er alveg eitt í raun og veru og kærir sig jafnvel ekki um nein afskipti heldur.


Við verðum líka alltaf að gæta þess að fara ekki inn á svæði fólks, allir eiga sitt heimili og einkalíf. Þannig að þetta er gríðarlega vandmeðfarið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert