Faðir, sem ekki vill koma fram undir nafni, kveðst ósáttur við aðgerðaleysi yfirvalda gagnvart veitingastöðum sem selja unglingum áfengi. Hann segir dóttur sína hafa komið heim „á felgunni" eftir að hafa verið á veitingastað í Reykjavík.
Hún var borin inn í hús úr leigubílnum, segir pabbi hennar. Hann segist hafa hringt í lögregluna og sent myndir af partísíðum sem krakkarnir haldi úti.
Hann vill að veitingastöðum sem selja unglingum áfengi verði lokað tímabundið, því það sé eina refsingin sem þeir skilji. Skólameistarar fjölbrautaskóla eru líka þreyttir á drykkjunni og vilja að skólaböll verði í skólunum sjálfum.