Rannsókn á þjófnaði á fjölda verðmætra bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran er vel á veg komin að sögn Ómars Smára Ármannssonar, yfirmanns auðgunarbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Aðspurður um hvort einhverjir liggi undir grun í málinu segir Ómar Smári að hann geti ekki staðfest það.
„Við höfum tekið skýrslur af fólki og einnig var gerð húsleit í tengslum við málið. Það hafa skilað sér um það bil 15 bækur en nær allar þeirra skiluðu sér áður en lögreglurannsókn hófst.“
Lögreglan fékk ábendingar24 stundir hafa heimildir fyrir því að rökstuddur grunur leiki á að einhverjar bókanna hafi verið fluttar úr landi. Ómar Smári segist ekki geta staðfest það. „Það er þó ekki útilokað að einhverjar bækur séu komnar úr landi. Þetta eru fágætar bækur og safnarar hafa vafalaust áhuga á að eignast þær.“
Lögreglan hafði í gær fengið nokkrar ábendingar í kjölfar þess að listar yfir bækurnar voru birtir. Ekki hafði þó tekist að hafa uppi á neinum bókanna seinnipartinn í gær.