Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 12 útköllum í nótt fyrir utan að sjá um 40 sjúkraflutninga. Eldur kom upp í mannlausri íbúð á Neshaga skömmu fyrir klukkan eitt í nótt og varð mikið tjón á íbúðinni sem er í fjölbýlishúsi. Rauði kross Íslands flutti eina fjölskyldu í stigaganginum á hótel.
Lögreglan rannsakar nú eldsupptök sem eru ókunn. Kveikt var í yfirgefnu húsi við Skerjabraut og Nesveg um klukkan 1.30. Þetta er hús sem til stendur að rífa og var slökkviliðið um 40 mínútur að slökkva eldinn.
Önnur útköll sem dælubílar þurftu að sinna voru minniháttar eldar í um 7 blaða- og ruslagámum.