Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur á mánudag í opinbera heimsókn til Egyptalands sem standa mun í tvo daga, 8. og 9. janúar. Heimsóknin var ákveðin á fundi hennar með utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Abdoul Gheit á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í haust.
Í ferðinni mun hún eiga fundi með þremur ráðherrum í egypsku ríkisstjórninni, Mohamed Rashid viðskipta- og iðnaðarráðherra og Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra auk Abdouls Gheit utanríkisráðherra.
Þá mun Ingibjörg Sólrún einnig eiga sérstakar viðræður við Amra Moussa aðalritara Arababandalagsins en höfuðstöðvar þess eru í Kaíró.