Margir óku framhjá slösuðum manni

Lögreglunni þótti æði margir grípa bara til farsíma í stað …
Lögreglunni þótti æði margir grípa bara til farsíma í stað þess að hlúa að manninum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Marg­ir öku­menn óku fram­hjá eldri manni sem var al­blóðugur í and­liti án þess að koma hon­um til hjálp­ar seg­ir lög­regl­an í Borg­ar­f­irði. Maður­inn var á gangi norðan við Borg­ar­fjarðar­brúnna klukk­an 3.30 er hann miss­ir fót­anna og dett­ur illa og fær marga skurði á and­litið. Var hann flutt­ur á sjúkra­hús.

„Það komu til­kynn­ing­ar um blóðugan mann enda var dags­birta er hann datt," sagði varðstjóri lög­regl­unn­ar í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Tveir veg­far­end­ur munu hafa stoppað um síðir en maður­inn var flutt­ur á  heilsu­gæslu­stöð í Borg­ar­nesi en var síðar flutt­ur á sjúkra­hús í Reykja­vík og er hann hugs­an­lega nef­brot­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert