Óhapp við þrettándabrennu

Fólk beygði sig undan glóandi púðrinu sem dreifðist yfir mannfjöldann.
Fólk beygði sig undan glóandi púðrinu sem dreifðist yfir mannfjöldann. Ljósmynd/Kristján Unnar Kristjánsson

Áhugasamur áhorfandi á þrettándabrennunni við Ægisíðu í Reykjavík kveikti í skoteldum nálægt áhorfandahópnum og mun lokasprengjan í skottertunni hafa sprungið í lítilli hæð nánast á meðal áhorfanda eins og sést á mynd sem einn þeirra sendi Fréttavef Morgunblaðsins.

Engin slys á mönnum voru tilkynnt til lögreglu eða slökkviliðs.

Þessi mynd var tekin við upphaf flugeldasýningarinnar.
Þessi mynd var tekin við upphaf flugeldasýningarinnar. Ljósmynd/Kristján Unnar Kristjánsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert