Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins ráða ráðum sínum

Á fundi formanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins í dag var samþykkt umboð til viðræðunefndar um að vísa kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara verði  hafi ekki þokast í samkomulagsátt í vikulok.

Á fundinum var sett fram það markmið, að reyna að ljúka umræðum á sameiginlegu borði Alþýðusambandsi Íslands sem fyrst og einnig viðræðum um sérkröfur sviða. Þá var tekin stefnumarkandi ákvörðun um hvaða leið verði reynt að fara varðandi launaliði í kjaraviðræðunum við SA, en samningafundur hefur verið ákveðinn næstkomandi fimmtudag.

Á formannafundi Starfsgreinasambandsins situr jafnframt samninganefnd sambandsins. Haft var eftir Kristjáni Gunnarssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, í fréttum Útvarpsins að á fundinum hafi útfærsla á hugsanlegum kjarasamningi við atvinnurekendur. Þar sé megináhersla lögð á að hækka laun þeirra lægst launuðu verulega.

Kristján sagði að nefndin sé tilbúin til að ræða nýja nálgun með sömu markmiðum við atvinnurekendur en samningsaðilar hittast á fimmtudaginn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert