Hamingja á Íslandi

Hamingjusamir Íslendingar.
Hamingjusamir Íslendingar.

Bandaríski blaðamaðurinn Eric Weiner segist ekki vera sérlega glaðlyndur og hafi t.d. á æskuárum sínum þótt meira varið í Asnann svartsýna en Bangsímon, sem oftast var í góðu skapi. Hann hefur nú skrifað bók um ferðir sínar um heiminn í leit að hamingjunni og þar kemur Ísland við sögu.

Bandaríska blaðið USA Today fjallar um bókina The Geography of Bliss: One Grump's Search for the Happiest Places in the World  í dag. Weiner, sem er 44 ára og fréttamaður hjá bandaríska almenningsþjónustuútvarpinu, hefur ferðast um heiminn undanfarin 10 ár vegna starfs síns  og segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að staðsetning, veðrið og menningin hafi áhrif á skaplyndi manna.

Í bókinni fjallar Weiner um 9 lönd, þar á meðal Bretland, Katar, Indland, Taíland, Ísland og Holland, þar sem býr hamingjusamasta þjóð í heima ef marka má Hamingjugagnabankann. 

USA Today hefur eftir Weiner, að hann hafi ekki búist við að líka jafn vel við Ísland og raun bar vitni. „Ég fór þangað um miðjan janúar, þegar sólin gægist aðeins í stuttan tíma yfir sjóndeildarhringinn á daginn. En þrátt fyrir kuldann og myrkrið eru Íslendingar ótrúlega skapandi og ekki hræddir við mistök."

Þegar Weiner var búinn að fá of mikið af ánægju heimsótti hann niðurdrepandi land: Moldavíu.  „Moldóvar eru í raun og sann niðurdregnir. Þeir eru ekki fátækasta þjóð heims en landið er tiltölulega fátækt í jaðri hinnar ríku Evrópu. Einu sinni voru þeir stoltir af því að vera hluti af Sovétríkjunum, nú tilheyra þeir engu." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert