Hraðþjónusta á heilsugæslu

Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. mbl.is/Skapti

Frá áramótum breyttist fyrirkomulag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þannig að nú verður boðið upp á sérstaka hraðþjónustu heilsugæslunnar á dagvinnutíma. Þetta þýðir að fólk sem á við skammtímavanda að etja ætti að fá mun hraðari afgreiðslu. Þetta kemur fram á vef  heilbrigðisráðuneytisins.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnuninni segir um breytinguna: „Um er að ræða eins konar hraðmóttöku á dagvinnutíma þangað sem fólki er beint sem á við "skammtímavandamál" að etja. Með því er átt við fólk sem er e.t.v. að kljást við flensur, sýkingar eða eitthvað þess háttar sem hægt er að greina fljótt og veita viðeigandi meðferð. Hraðmóttakan er opin á dagvinnutíma frá kl. 08-16 og hægt að panta tíma samdægurs."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert