Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur hlotið forvarnarverðlaunin Varðbergið. Verðlaunin hlýtur árlega viðskiptavinur Tryggingamiðstöðvarinnar sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Eykt hf. og Skeljungi hf. sérstaka viðurkenningu fyrir forvarnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.