Segist styðja hvern þann sem taki að sér friðarmál

Ástþór Magnússon segir í yfirlýsingu, að hann hafi strax árið 1996 lýst því yfir að hann hefði engan sérstakan áhuga á starfi forseta Íslands og hafi heitið hverjum þeim frambjóðanda stuðningi sem tæki að sér baráttumál Friðar 2000. Þetta tilboð standi enn.

„Ég vona að ég þurfi ekki endalaust að ganga friðargönguna til Bessastaða og að Íslenska þjóðin geti komið sér saman um frambjóðendur sem ekki tala tungum tveim og sem af einlægni vilja taka friðarmálin uppá arma sína," segir m.a. í yfirlýsingunni.

Ástþór segist m.a. ekki hafa rætt um forsetakosningar við neina fréttamenn undanfarið ár og vísar fréttum, sem birst hafi um slíkt að undanförnu á bug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert