Ástþór Magnússon fyrrum forsetaframbjóðandi heitir hverjum þeim sem taka um baráttumál Friðar 2000 stuðningi. Hann tekur ekki af skarið um hvort hann muni sjálfur bjóða sig fram til forseta en segist raunar ekki hafa neinn sérstakan áhuga á starfinu.
Í yfirlýsingu sem hann hefur gefið út er að finna níu spurningar sem beint er til Þórunnar Guðmundsdóttur, fyrrum oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, en Þórunn hefur gagnýnt Ástþór opinberlega fyrir misnotkun á lýðræðinu.
Hún telur svör við spurningum Ástþórs ekki vera á sínu borði. Ástþór telur vegið að íslensku lýðræði með ósannindum.