Farbann framlengt

Héraðsdóm­ur Reykja­ness féllst í dag á kröfu lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um um að Pól­verji, sem grunaður er um að hafa ekið á dreng og orðið hon­um að bana í Reykja­nes­bæ í lok nóv­em­ber sæti áfram­hald­andi far­banni, nú til 29. janú­ar.

Að sögn lög­reglu verður rann­sókn máls­ins haldið áfram en von­ast er til þess, að henni ljúki fljót­lega en fjöldi manns hef­ur verið yf­ir­heyrður.

Maður­inn hef­ur staðfast­lega neitað sök. Hann var hand­tek­inn dag­inn eft­ir að ekið var á litla dreng­inn. Rann­sókn­ir leiddu í ljós, að bíll manns­ins var sá sem ekið hafði verið á dreng­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert