Farbann framlengt

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um að Pólverji, sem grunaður er um að hafa ekið á dreng og orðið honum að bana í Reykjanesbæ í lok nóvember sæti áframhaldandi farbanni, nú til 29. janúar.

Að sögn lögreglu verður rannsókn málsins haldið áfram en vonast er til þess, að henni ljúki fljótlega en fjöldi manns hefur verið yfirheyrður.

Maðurinn hefur staðfastlega neitað sök. Hann var handtekinn daginn eftir að ekið var á litla drenginn. Rannsóknir leiddu í ljós, að bíll mannsins var sá sem ekið hafði verið á drenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert