„Að sjálfsögðu tökum við Range Rover upp í [nýjan Land Cruiser 200] í einhverjum tilvikum," segir Kristinn Einarsson, sölustjóri Toyota í Kópavogi. Land Cruiser 200-lúxusjeppinn virðist ætla að taka upp þráðinn þar sem Range Rover skildi hann eftir í fyrra.
Fram hefur komið að 170 Íslendingar hafi pantað Land Cruiser 200 áður en hann var frumsýndur um helgina og Toyota á Íslandi gerir ráð fyrir að selja um 500 slíka jeppa á þessu ári. Jeppinn kostar frá tíu milljónum.Til samanburðar má geta að í Bretlandi er einnig gert ráð fyrir að selja 500 slíka jeppa. Þar búa tæplega 60 milljónir manna, en Íslendingar eru rúmlega 300.000.
Íslendingar slógu eigið met í lúxusbílakaupum á síðasta ári og þrátt fyrir kreppuspár og hrun úrvalsvísitölunnar virðist 2008 stefna í sömu átt.Það sem af er ári hafa þrír nýir Range Rover-jeppar selst, fimm BMW-lúxusvagnar, tveir Porsche Cayenne-sportjeppar, sjö Mercedes Benz-glæsikerrur og tveir Audi Q7-eðaljeppar. Samanlagt virði þessara lúxusbíla skiptir tugum milljóna.