Ölið bruggað á staðnum

Ölgerðarvél svipuð þeirri sem notuð verður á staðnum.
Ölgerðarvél svipuð þeirri sem notuð verður á staðnum.

Veitingahús geta nú farið að bjóða upp á bjór sem framleiddur er á staðnum og jafnvel eftir sérsniðnum uppskriftum. Brugghúsið ehf. hefur fengið sérleyfi hér á landi fyrir tækjabúnaði frá norska fyrirtækinu House Brew.

Þegar hefur fyrsta ölgerðarvél fyrirtækisins verið sett upp í Fjörukránni í Hafnarfirði.

Þórarinn E. Sveinsson mjólkurverkfræðingur er framkvæmdastjóri Brugghússins ehf. Hann sagði að með þessum vélum opnaðist veitingahúsum sá möguleiki að skapa sér sérstöðu og bjóða upp á sitt öl.

Hver ölgerðarvél getur skilað um 200 lítrum af öli á 8-10 daga fresti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert