Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri, telur sennilegt að hún leiti til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar nýs orkumálastjóra.
Hún óskaði eftir rökstuðningi frá Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, fyrir ráðningu Guðna A. Jóhannessonar, í starfið og fékk hann í hendur í morgun. Þar segir meðal annars, að Guðni hafi sterka framtíðarsýn og sé líklegri en aðrir umsækjendur til að hleypa nýju lífi í starfsemi stofnunarinnar.
Ragnheiður Inga segist í sjónvarpi mbl vera fráleitt ánægð með rökstuðning ráðherrans.
Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:
Forkosningar í New Hampshire
Óánægja með ráðningu ferðamálastjóra
Ákvörðun um framlengingu farbanns
Nýjar Bond-stúlkur