Ósátt við rökstuðning ráðherra

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri, telur sennilegt að hún leiti til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar nýs orkumálastjóra.

Hún óskaði eftir rökstuðningi frá Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, fyrir ráðningu Guðna A. Jóhannessonar, í starfið og fékk hann í hendur í morgun. Þar segir meðal annars, að Guðni hafi sterka framtíðarsýn og sé líklegri en aðrir umsækjendur til að hleypa nýju lífi í starfsemi stofnunarinnar.

Ragnheiður Inga segist í sjónvarpi mbl vera fráleitt ánægð með rökstuðning ráðherrans.

Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:

Forkosningar í New Hampshire

Óánægja með ráðningu ferðamálastjóra

Ákvörðun um framlengingu farbanns

Nýjar Bond-stúlkur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert