Össur ekki á móti álveri

Gamli Baukur á Húsavík.
Gamli Baukur á Húsavík. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði á fundi Samfylkingarinnar á Gamla Bauk á Húsavík í kvöld að enginn ráðherra  í ríkisstjórninni væri mótfallinn 250 þúsund tonna álveri á Bakka á Húsavík.

Samkvæmt kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins kröfðu fundarmenn Össur um skýr svör hvort hann styddi uppbyggingu álveri við Bakka á Húsavík. Iðnaðarráðherra sagði að allir þeir sem hefðu tjáð sig um álverið væru hlynntir því.

Hann sagði að málið myndi ráðast af vilja heimamanna og hvort nægjanleg orka fyndist til að knýja álverið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert