Ráðherra friði Laugavegshús

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. mbl.is/Ásdís

Húsafriðun­ar­nefnd var á fundi í dag sam­mála um, að beina þeim til­mæl­um til mennta­málaráðherra að hús­in við Lauga­veg 4-6 verði friðuð.

Nikulás Úlfar Más­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að það hafi vegið einna þyngst á met­un­um, að það bygg­ing­ar­magn, sem er í nú­ver­andi til­lög­um um reit­inn, rýri mjög varðveislu­gildi húss­ins við Lauga­veg 2 en það hús var friðað árið 2002. 

Nikulás  sagði að nefnd­in hafi áður fjallað um þessi hús en ekki hafi verið hægt að taka af­stöðu til máls­ins fyrr en vitað var hvað hvað koma ætti í staðinn.

Samþykkt nefnd­ar­inn­ar er eft­ir­far­andi:

    Húsafriðun­ar­nefnd hef­ur á fundi sín­um í dag, 8. Janú­ar 2008, fjallað um framtíð hús­anna að Lauga­vegi 4 og 6 í Reykja­vík. Húsafriðuna­nefnd samþykk­ir með til­vís­un í 4.gr. laga um húsafriðun nr. 104/​2001 að leggja til við mennta­málaráðherra að hús­in verði friðuð.

    Hús­in eru hluti af elstu, heil­legu húsaröð við Lauga­veg, helstu versl­un­ar­götu Reykja­vík­ur. Þau eru hluti af mik­il­vægu sam­hengi friðaðra húsa við neðan­verðan Lauga­veg og annarra húsa sem Húsafriðun­ar­nefnd hef­ur lagt til að verði friðuð við göt­una.

    Húsið að Lauga­vegi 4 var byggt árið 1890 sem at­vinnu­hús­næði og þar var lengi prent­smiðja. Húsið hef­ur frá upp­hafi myndað sam­stæðu með hús­inu að Lauga­vegi 2 sem er friðað. Í sögu­legu sam­hengi má því líta á þau sem eina órofa heild.

    Húsið að Lauga­vegi 6 var reist árið 1871 sem íbúðar­hús og er annað elsta hús við Lauga­veg. Það er full­trúi elstu gerðar ein­lyftra timb­ur­húsa við göt­una. Þrátt fyr­ir breyt­ing­ar í tím­ans rás held­ur húsið upp­haf­legu formi sínu.

    Samþykkt Húsafriðun­ar­nefnd­ar er gerð með hliðsjón af Fen­eyja­skránni, alþjóðlegri samþykkt um vernd­un menn­ing­ar­arfs, þar sem seg­ir m.a. að í hús­vernd sé fólg­in varðveisla viðeig­andi um­gerðar og varað við niðurrifi og breyt­ing­um á stærðar­hlut­föll­um í næsta ná­grenni friðaðra mann­virkja.

    Húsafriðun­ar­nefnd vænt­ir góðs sam­starfs við borg­ar­yf­ir­völd um varðveislu og framtíð hús­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert