Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag í Kaíró gagnkvæman fjárfestingasamning Íslands og Egyptalands. Samningurinn er gerður í framhaldi af fríverslunarsamningi EFTA og Egyptalands sem gekk í gildi 1. ágúst á síðasta ári eftir um 10 ára samningaviðræður.
Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur Ingibjörg Sólrún í dag hitt að máli Mohamed Rashid, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Mahmoud Mohieddin, fjárfestingaráðherra og situr fund og kvöldverð með Ahmed Abdoul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands.