Vatn flæddi inn í hús í Miðtúni í Reykjavík um klukkan 14.30 í dag og hafði slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ekki undan við að dæla því í burtu. „Það fór í sundur sex tommu vatnsæð og vatnið kom bara upp í gegnum gólfið," sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu.
Dælubíll slökkviliðsins hafði ekki undan vatnsflaumnum og á endanum fór það svo að málið var afhent tryggingafélagi húseigenda og það látið sjá um að bjarga þeim verðmætum sem hægt var að bjarga.