Veiddu tvo risavísunda í Minnesota

Páll Reynisson.
Páll Reynisson.

„Við náðum tveimur vísundum og erum ánægðir með það," sagði veiðimaðurinn Páll Reynisson í samtali við bandaríska vefmiðilinn Park Rapids Enterprise fyrir helgi. Páll er eigandi Veiðisafnsins á Stokkseyri, en hann fór nýverið til Minnesota í Bandaríkjunum á vísundaveiðar.

Vísundarnir tveir sem Páll veiddi ásamt Jónasi Sigurðssyni bætast í magnaðasta safn uppstoppaðra dýra á landinu, en ljón, sebrahestar, gíraffi, hreindýr, apar, selir, bjarndýr og sauðnaut eru þeirra á meðal. Páll og Jónas skutu báðir fimm skotum á dýrin, með 45-70 kalíbera Thompson Contender-skammbyssu.

„Áætlunin var að skjóta tveimur skotum í lungun [á vísundunum]," sagði Páll, en þannig vonaðist hann til þess að vísundarnir dræpust fljótt. Það kom honum því nokkuð á óvart að fimm skot skyldi þurfa til að drepa hvorn vísund.

„Ég bjóst við að tvö til þrjú skot myndu duga, en fimm? Nei."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert