„ASÍ segr, að athygli veki að sveitarfélög hafi almennt ekki séð ástæðu til að lækka álagningaprósentu fasteignaskatta til að milda þessa hækkun sem sé afar slæmt innlegg inn í kjaraviðræðurnar sem nú eru í fullum gangi. Þar hafi verkalýðshreyfingin talað fyrir leiðum til þess að ná stöðugleika og minnka verðbólgu.
Það gefur auga leið að sveitarfélögin í landinu eru ekki að liðka fyrir kjarasamningum með óhóflegum hækkunum á fasteignaskatti. Það verður rætt sérstaklega innan Alþýðusambandsins hvort farið verði fram á viðræður við sveitarfélögin til að ræða þetta mál. Hækkun fasteignamats nú leggst ofan á 10% almenna hækkun á fasteignamati 1. janúar í fyrra. Rétt er að geta þess að af stærri sveitarfélögum þá lækkuðu Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes fasteignaskattsprósentuna nú um áramót," segir á heimasíðu ASÍ.