Dómnefnd segist sitja áfram þrátt fyrir óvandaða stjórnsýslu ráðherra

Dóm­nefnd sem fjallaði um hæfi um­sækj­enda um embætti héraðsdóm­ara á Norður­landi eystra ný­lega, seg­ist ekki ætla að segja af sér þótt sett­ur dóms­málaráðherra hafi við skip­un í embættið farið langt út fyr­ir tak­mörk, sem veit­inga­vald­inu séu sett við val sitt á um­sækj­end­um.

Nefnd­in seg­ir í grein­ar­gerð, sem hún hef­ur sent frá sér, að í þau sex­tán ár, sem dóm­nefnd hafi verið að verki vegna um­sókna um störf héraðsdóm­ara, hafi dóms­málaráðherr­ar fram að þessu iðulega virt rök­studda niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar þótt þeir hafi ekki æv­in­lega valið þann um­sækj­anda, sem dóm­nefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röðun var beitt, held­ur valið ann­an úr hópi þeirra, sem tald­ir voru hæf­ast­ir.

„Eins og til­gangi með til­vist dóm­nefnd­ar af þessu tagi er háttað er hins veg­ar óhjá­kvæmi­legt að ætla að veit­ing­ar­vald­inu séu ein­hver tak­mörk sett við val sitt, að minnsta kosti með hliðsjón af góðum og vönduðum stjórn­sýslu­hátt­um og raun­ar ekki síður sjálf­stæði dóm­stól­anna. Dóm­nefnd­in tel­ur að sett­ur dóms­málaráðherra hafi við skip­un í embætti héraðsdóm­ara nú farið langt út fyr­ir slík mörk og tekið ómál­efna­lega ákvörðun, sem er eins­dæmi frá því að sú til­hög­un var tek­in upp að sér­stök nefnd legði rök­stutt hæfn­ismat á um­sækj­end­ur.

Með þess­ari ákvörðun hef­ur ráðherra ekki aðeins vegið að starfs­heiðri og til­veru­grund­velli dóm­nefnd­ar­inn­ar held­ur einnig gengið í ber­högg við það yf­ir­lýsta mark­mið með stofn­un henn­ar á sín­um tíma að styrkja sjálf­stæði dóm­stól­anna og auka traust al­menn­ings á því að dóm­ar­ar séu óháðir hand­höf­um fram­kvæmd­ar­valds­ins og ein­vörðungu vald­ir sam­kvæmt hæfni. Þegar jafn óvönduð stjórn­sýsla og nú er raun­in er viðhöfð við veit­ingu dóm­ara­embætt­is kem­ur vissu­lega til greina að dóm­nefnd­in leggi niður störf enda er ljóst að ráðherra met­ur verk henn­ar einskis. Í trausti þess að ákvörðun hins setta dóms­málaráðherra verði áfram eins­dæmi við veit­ingu dóm­ara­embætta mun dóm­nefnd­in hins veg­ar ekki velja þann kost, enda er starf henn­ar lög­bundið og hef­ur jafn­an verið metið að verðleik­um með þess­ari einu und­an­tekn­ingu," seg­ir m.a. í grein­ar­gerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert