Kristín Guðmundsdóttir, sem var elsti Íslendingurinn, lést á Sólvangi í Hafnarfirði í gærkvöldi, 105 ára að aldri en Kristín fæddist í maí 1902. Þuríður Samúelsdóttir í Reykjavík, sem fæddist 19. júní 1903, er nú elsti Íslendingurinn, 104 ára að aldri.
Um þrír tugir Íslendinga, 100 ára og eldri eru nú á lífi. Þær Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði og Margrét Hannesdóttir í Reykjavík eru báðar 103 ára. Fjórði elsti Íslendingurinn og elsti karlmaðurinn er Sigsteinn Pálsson í Mosfellsbæ, 102 ára.