Fá frest til að mótmæla friðunartillögu

Húsin við Laugaveg 4-6.
Húsin við Laugaveg 4-6.

Forstöðumanni Húsafriðunarnefndar hefur verið falið að hefja undirbúning tillögu að friðun húsanna við Laugaveg 4 og 6 til menntamálaráðherra en nefndin samþykkti í gær að leggja til við ráðherra að húsin verði friðuð.

Með vísan í ákvæði stjórnsýslulaga um andmælarétt hefur eigendum umræddra húsa verið sent bréf þar sem þeim er gefinn frestur til 24. janúar n.k. til þess að koma á framfæri formlegum og efnislegum athugasemdum við tillöguna.

Að þeim tíma liðnum, s.s. tvær til þrjár vikur, mun húsafriðunarnefnd senda tillöguna til menntamálaráðherra sem mun síðan taka ákvörðun um friðun umræddra húsa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert