Meirihluti erlendra ríkisborgara í fangelsum er ferðamenn. Flestir þeirra sem afplánuðu í fyrra sátu inni fyrir fíkniefnabrot. Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem sátu í varðhaldi á Íslandi í fyrra voru ekki búsettir hér á landi þegar þeir brutu af sér, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun.