Fundur Starfsgreinasambands og SA á morgun

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins koma til fundar við fulltrúa ASÍ í …
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins koma til fundar við fulltrúa ASÍ í dag. mbl.is/Golli

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins munu á morgun eiga fund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins  um nýjan kjarasamning en önnur sérsambönd innan Alþýðusambands Íslands  munu hitta fulltrúa atvinnurekenda á næstu dögum.

Alþýðusambandið segir, að eftir fund ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í   dag sé ljóst, að sú leið sem ASÍ lagði upp með sem leið til þjóðarsáttar er ekki fær. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við tillögum ASÍ hafi valdið miklum vonbrigðum en SA hafi auk þess lýst sig mótfallið tillögum ASÍ og í raun talað þær niður í fjölmiðlum.

ASÍ segir, að ríkisstjórnin hafi hafnað tillögum sambandsins í skattamálum, þ.á.m. tillögum um sérstakan persónuafslátt fyrir þá tekjulægstu, og frekar viljað almennar aðgerðir í skattamálum en sértækar. 

„Með myndarlegri aðkomu ríkisins hefði skapast svigrúm til að fara með hófsamari launakröfur á hendur atvinnurekendum með það að markmiði að halda verðbólgu niðri.  Þessari leið hafa ríkisstjórn og atvinnurekendur hafnað með þeim afleiðingum að kostnaðarauki verður að líkindum mun meiri fyrir atvinnurekendur og lengra verður í að stöðugleiki náist í efnahagslífinu.  Nú fer hvert landssamband og stærstu félög innan ASÍ hvert fyrir sig í viðræður við SA," segir á heimasíðu ASÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert