Eldri maður var fluttur suður til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðaróhapp við afleggjarann að Svertingsstöðum á Hrútafjarðarhálsi. Maðurinn er mikið slasaður en ekki er vitað nánar um líðan hans. Maðurinn ók jepplingi út á þjóðveginn og í veg fyrir vörubíl, hann var ekki í bílbelti.
Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og óökufærir en hálka var á veginum þegar slysið varð skömmu fyrir klukkan 3 í dag.