Sá sem mest veiddi fékk 18 rjúpur

mbl.is/Sverrir

Könnun á rjúpnaveiði félagsmanna Skotveiðifélags Íslands leiddi í ljós, að meðalveiði á hvern veiðimann er veiddi rjúpur voru 2,57 fuglar. 8% þeirra veiddu yfir 10 rjúpur og  sá sem veiddi mest fékk 18 rjúpur.  

55% félagsmanna Skotvís gengu til rjúpna nú í haust. Þeir  vörðu að meðaltali 2,6 dögum til veiða. Fjöldi þeirra sem fóru til veiða en fengu ekki fugl var 13%. Haustið 2006 var þetta hlutfall 23%. 3% félagsmanna fóru 7 daga eða fleiri til veiða. Sá sem fór flesta daga fór 12 sinnum.

30% veiðimanna áttu rjúpur frá árinu 2006 og átti hver þeirra  að meðaltali 4,16 rjúpur. Sá sem átti flestar rjúpur átti 12 stk. 5% félagsmanna gáfu rjúpur en enginn  þeirra seldi rjúpur.

Heimasíða Skotvís

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert