2600 manns í ólöglegum íbúðum?

Í ljós kom í gær við eftirlit slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins með ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði, að slík búseta hefur tvöfaldast þar á einu ári. Varlega áætlað bjuggu 1.300 manns við þessar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári.

Ef þróunin er sú sama annarsstaðar má því áætla að hátt á þriðja þúsund manns búi í iðnaðarhúsnæði og öðru húsnæði sem ekki stenst öryggiskröfur ef þróunin hefur verið sú sama annars staðar.

Lokun hefur verið boðuð á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem íbúum er talin stafa hætta af. Úttekt á ólöglegu íbúðarhúsnæði stendur til á öllu höfuðborgarsvæðinu og verður samkvæmt nýlegum brunavarnarlögum kært til lögreglu í öllum þeim tilvikum þar sem mál fara í lokunarferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert