Aldrei fór ég suður fékk Eyrarrósina

Feðgarnir Mugi og Mugison eru upphafsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég …
Feðgarnir Mugi og Mugison eru upphafsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk í dag Eyrarrósina, viðurkenningi  fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn.

Verðlaunin voru veitt á Bessastöðum en Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er verndari verðlaunanna og afhenti viðurkenninguna og verðlaunagrip.

Auk tónlistarhátíðarinnar voru Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Karlakórinn Heimir í Skagafirði tilnefnd til verðlaunanna og söng Heimir m.a. við athöfnina.

Verðlaunin eru 1,5 miljónir króna og verðlaunagripur, sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hefur gert. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka