Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fékk í dag Eyrarrósina, viðurkenningi fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn.
Verðlaunin voru veitt á Bessastöðum en Dorrit Moussaieff, forsetafrú, er verndari verðlaunanna og afhenti viðurkenninguna og verðlaunagrip.
Auk tónlistarhátíðarinnar voru Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Karlakórinn Heimir í Skagafirði tilnefnd til verðlaunanna og söng Heimir m.a. við athöfnina.
Verðlaunin eru 1,5 miljónir króna og verðlaunagripur, sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hefur gert.