Sautján ára piltur, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á þriðjudaginn hefur ekki komið í leitirnar. Lögreglan telur þó ekki ástæðu til þess að hefja leit að piltinum þar sem vísbendingar hafa borist um að hann sé heill á húfi.