„Á næstu dögum þarf ég að hefja afplánun á tveggja mánaða dómi sem ég hlaut nýlega. Ég vona að ég fái að afplána hann á meðferðarstofnun, því ef ég þarf að fara á Hraunið eða upp á Skólavörðustíg veit ég alveg hvað gerist: Þá tekur bara við sama gamla neyslan."
Með þessum orðum lýsti óvirkur fíkill fyrir blaðamanni 24 stunda áhyggjum sínum af því að hefja afplánun á dómi sínum. Það sem hann hafði áhyggjur af var sem sagt ekki frelsissviptingin heldur hve erfitt er að vera lokaður inni þar sem allt er fljótandi í fíkniefnum.