Greiðlega gekk að toga vörubifreið sem átti í erfiðleikum með að komast aftur upp á veg við Akranes í dag. Að sögn lögreglu bakkaði ökumaðurinn aðeins of langt út af veginum er hann var að losa sig við jarðveg. Framkvæmdir eru á svæðinu en unnið er að því að endurbyggja hluta Akranesvegar.