Lúsin á ábyrgð foreldranna

„Það er samfélagsleg ábyrgð foreldra að taka á lúsavandamálinu og treysta ekki á aðra. Ef foreldrar bregðast ekki við þegar tilkynning kemur frá skólahjúkrunarfræðingi, eru þeir að skemma fyrir samviskusömum foreldrum sem ef til vill hafa eytt einhverjum fjárhæðum í lúsalyf og tíma í erfiðar kembingar því þeirra börn smitast einfaldlega aftur,“ segir Ása Atladóttir, verkefnisstjóri sóttvarnarsviðs hjá Landlæknisembættinu.

Ása segir lúsavandamálið viðvarandi í íslenskum skólum og að vandinn sé alfarið á höndum foreldranna, „það er sífellt verið að reyna að fá foreldra til að taka á þessu, því þetta er vandamál heimilanna og verður ekki leyst neins staðar annars staðar,“ segir Ása.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert