Tæpur fjórðungur umferðaróhappa frá byrjun janúar til septemberloka árið 2007 átti sér á bíðastæðum Kringlunnar og Smáralindar. Þetta kemur fram í tölum frá Umferðarstofu í skýrslu sem tekin var saman fyrir umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Rúmlega 300 umferðaróhöpp urðu frá janúar til september við verslunarmiðstöðvarnar, flest á álagstímum verslana. Oftast var ekið á kyrrstæða bíla og margir ökumenn fóru af vettvangi án þess að gera vart við sig.