Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Árni M. Mathiesen,  settur dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu að dómnefnd, sem fjallaði um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara, hafi misskilið hlutverk sitt og telji sig hafa vald sem hún hafi ekki. Þá hafi umsögn nefndarinnar um umsækjendur verið gölluð.

Yfirlýsing ráðherrans er send í tilefni af yfirlýsingu dómnefndarinnar í gær, en nefndin gagnrýndi Árna harðlega fyrir að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara.

Árni segir m.a. að  hann telji að gallar hafi verið á umsögn dómnefndar, sem hafi verið ógagnsæ, lítt rökstudd og innra ósamræmis gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefi. Dómnefndin hafi auðvitað þann lýðræðislega rétt að hafa skoðun á niðurstöðu og rökstuðningi ráðherrans en ráðherranum beri beinlínis skylda til þess að hafa skoðun á umsögn nefndarinnar og fara eftir eigin mati við skipun í embættið ef hann greinir á við nefndina.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka