Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Árni M. Mat­hiesen,  sett­ur dóms­málaráðherra, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að dóm­nefnd, sem fjallaði um hæfni um­sækj­enda um embætti héraðsdóm­ara, hafi mis­skilið hlut­verk sitt og telji sig hafa vald sem hún hafi ekki. Þá hafi um­sögn nefnd­ar­inn­ar um um­sækj­end­ur verið gölluð.

Yf­ir­lýs­ing ráðherr­ans er send í til­efni af yf­ir­lýs­ingu dóm­nefnd­ar­inn­ar í gær, en nefnd­in gagn­rýndi Árna harðlega fyr­ir að skipa Þor­stein Davíðsson í embætti héraðsdóm­ara.

Árni seg­ir m.a. að  hann telji að gall­ar hafi verið á um­sögn dóm­nefnd­ar, sem hafi verið ógagn­sæ, lítt rök­studd og innra ósam­ræm­is gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefi. Dóm­nefnd­in hafi auðvitað þann lýðræðis­lega rétt að hafa skoðun á niður­stöðu og rök­stuðningi ráðherr­ans en ráðherr­an­um beri bein­lín­is skylda til þess að hafa skoðun á um­sögn nefnd­ar­inn­ar og fara eft­ir eig­in mati við skip­un í embættið ef hann grein­ir á við nefnd­ina.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert