Stíf fundalota er framundan í Karphúsinu í dag, Starfsgreinasambandið fundaði í morgun Samtökum atvinnulífsins, en um 42.000 launþegar heyra undir það. Þá munu fleiri félög sem heyra undir ASÍ funda með SA síðar í dag.
Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að málinu verði í dag vísað til ríkissáttasemjara, sem tekur þá ákvörðun um vinnulag við samningagerð í kjölfarið. Ríkissáttasemjari segist eiga von á að fleiri geri slíkt hið sama í dag og á næstunni.
Að sögn Kristjáns er nokkur samhljómur milli sambandsins og atvinnurekenda um að hækka beri laun þeirra sem minnst hafa, en að ágreiningur sé um upphæðir.
Landssamböndin sem heyra undir ASÍ ákváðu að fara hvert sína leið við gerð kjarasamninga eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögum um sérstakan persónuafslátt fyrir þá lægst launuðu. Forsvarsmenn ASÍ hafa síðan sagt stjórnvöld ábyrg fyrir því hvernig nú er komið.